Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2017 19:10 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12