Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 12:45 Ýmsar mikilvægar upplýsingar er tengjast símanotkun Birnu og hvar merki frá síma hennar finnst. mynd/fréttablaðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Þetta þýðir að lögreglan má nú kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða, því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Hefur töluverða þýðingu fyrir rannsókn málsins Lögreglan hefur óskað eftir upplýsingum um símana frá símafyrirtækjunum og mun tölvurannsóknardeild taka við þeim. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu segir að úrskurður héraðsdóms hafi töluverða þýðingu fyrir málið. „Þetta hefur töluverða þýðingu vegna þess að ef að það verður árangur af þessu þá gætum við, og gerum ráð fyrir því að einhver hafi verið í bílnum sem við gerum ráð fyrir því að Birna hafi farið í til Hafnarfjarðar, þá gætum við fengið upplýsingar um símanúmer þess einstaklings,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður hvað það taki langan tíma að fá gögnin og svo greina þau segir Grímur að það geti tekið einhvern tíma. „Við erum samt sem áður að vinna þetta mjög hratt. Við erum búin að biðja um að fá gögnin mjög hratt og við munum vinna þetta mjög hratt.“Vonast til að hægt verði að vinna úr gögnunum í dag Grímur segist vonast til að fá upplýsingar í dag og að lögreglan nái jafnframt að vinna úr þeim í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða það að það verði af þessu árangur og annað sem rétt er að hafa í huga er að það ferðast ekki allir eins á sendum því það fer eftir því hjá hvaða símafyrirtæki maður er á hvaða sendi maður lendir, eða það getur farið eftir því.“ Aðspurður um hvernig staðan er á öðrum þáttum rannsóknarinnar segir Grímur að ökumaður rauðs Kia Rio-bíls sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun sé enn ófundinn.Rannsaka hvarf Birnu með þeim aðferðum sem notaðar eru í sakamálum Þá hefur ekki enn verið staðfest að skór sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi séu af Birnu. Að auki vinnur lögreglan að því að rannsaka mikið af myndefni við höfnina í Hafnarfirði en umfangsmikil leit stendur nú yfir í og við höfnina. Að sögn Gríms er hvarf Birnu enn ekki rannsakað sem sakamál. „Ég hef sagt það áður að mér finnst þessi stimpill ekki tímabær, varðandi hvort þetta sé saknæmt eða ekki, en hins vegar vil ég taka það mjög skýrt fram að við rannsökum þetta mál með öllum þeim aðferðum sem við notum annars í sakamálum. Það er allt undir og við beitum öllum okkar tækjum til þess að verða okkur úti um upplýsingar sem geta leitt til lausnar málsins.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Þetta þýðir að lögreglan má nú kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða, því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Hefur töluverða þýðingu fyrir rannsókn málsins Lögreglan hefur óskað eftir upplýsingum um símana frá símafyrirtækjunum og mun tölvurannsóknardeild taka við þeim. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu segir að úrskurður héraðsdóms hafi töluverða þýðingu fyrir málið. „Þetta hefur töluverða þýðingu vegna þess að ef að það verður árangur af þessu þá gætum við, og gerum ráð fyrir því að einhver hafi verið í bílnum sem við gerum ráð fyrir því að Birna hafi farið í til Hafnarfjarðar, þá gætum við fengið upplýsingar um símanúmer þess einstaklings,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður hvað það taki langan tíma að fá gögnin og svo greina þau segir Grímur að það geti tekið einhvern tíma. „Við erum samt sem áður að vinna þetta mjög hratt. Við erum búin að biðja um að fá gögnin mjög hratt og við munum vinna þetta mjög hratt.“Vonast til að hægt verði að vinna úr gögnunum í dag Grímur segist vonast til að fá upplýsingar í dag og að lögreglan nái jafnframt að vinna úr þeim í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða það að það verði af þessu árangur og annað sem rétt er að hafa í huga er að það ferðast ekki allir eins á sendum því það fer eftir því hjá hvaða símafyrirtæki maður er á hvaða sendi maður lendir, eða það getur farið eftir því.“ Aðspurður um hvernig staðan er á öðrum þáttum rannsóknarinnar segir Grímur að ökumaður rauðs Kia Rio-bíls sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun sé enn ófundinn.Rannsaka hvarf Birnu með þeim aðferðum sem notaðar eru í sakamálum Þá hefur ekki enn verið staðfest að skór sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi séu af Birnu. Að auki vinnur lögreglan að því að rannsaka mikið af myndefni við höfnina í Hafnarfirði en umfangsmikil leit stendur nú yfir í og við höfnina. Að sögn Gríms er hvarf Birnu enn ekki rannsakað sem sakamál. „Ég hef sagt það áður að mér finnst þessi stimpill ekki tímabær, varðandi hvort þetta sé saknæmt eða ekki, en hins vegar vil ég taka það mjög skýrt fram að við rannsökum þetta mál með öllum þeim aðferðum sem við notum annars í sakamálum. Það er allt undir og við beitum öllum okkar tækjum til þess að verða okkur úti um upplýsingar sem geta leitt til lausnar málsins.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47