Trump „taggaði“ ranga Ivönku Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2017 10:30 Ivanka og Donald Trump. V'isir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira