Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:28 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Vísir/Eyþór Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira