Útivist í borgarumhverfi Hjálmar Sveinsson skrifar 17. janúar 2017 07:00 Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun