Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. vísir/epa Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. Breska blaðið The Sunday Times sagði að starfsfólk Trumps undirbyggi nú fundinn en Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trumps, segir þetta hins vegar fjarri sanni. Heimildarmenn Reuters úr herbúðum Trumps sögðu einnig að fréttin væri röng. Financial Times greindi hins vegar frá því að það væru menn Pútíns sem hefðu slíkan fund í huga og ynnu að honum. „Fyrsti fundurinn ætti hvorki að fara fram í Rússlandi né Bandaríkjunum heldur í óháðu landi,“ hefur Financial Times eftir ónefndum heimildarmanni í herbúðum Pútíns.Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.Nordicphotos/AFP„Sá staður er klárlega ekki London og ekki Þýskaland heldur. Þau lönd eru of óvinveitt Rússlandi. Fundurinn gæti ekki verið í Frakklandi, það væri óviðeigandi í ljósi komandi kosninga þar í landi. Hvað með Ísland?“ er enn fremur haft eftir huldumanninum. Rússneska fréttastofan RT greindi hins vegar frá því að fréttir af slíkum fundi væru tilraun Breta til þess að grafa undan Trump. Þá sagði talsmaður Pútíns, Dmitrý Peskov, í samtali við fréttaveituna RIA að engar viðræður um slíkan fund hefðu átt sér stað. Ef af fundinum verður kallast staðarvalið á við leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, árið 1986. Sá fundur fór fram í Höfða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld væru jákvæð gagnvart slíkum fundi ef til hans kæmi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. Breska blaðið The Sunday Times sagði að starfsfólk Trumps undirbyggi nú fundinn en Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trumps, segir þetta hins vegar fjarri sanni. Heimildarmenn Reuters úr herbúðum Trumps sögðu einnig að fréttin væri röng. Financial Times greindi hins vegar frá því að það væru menn Pútíns sem hefðu slíkan fund í huga og ynnu að honum. „Fyrsti fundurinn ætti hvorki að fara fram í Rússlandi né Bandaríkjunum heldur í óháðu landi,“ hefur Financial Times eftir ónefndum heimildarmanni í herbúðum Pútíns.Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.Nordicphotos/AFP„Sá staður er klárlega ekki London og ekki Þýskaland heldur. Þau lönd eru of óvinveitt Rússlandi. Fundurinn gæti ekki verið í Frakklandi, það væri óviðeigandi í ljósi komandi kosninga þar í landi. Hvað með Ísland?“ er enn fremur haft eftir huldumanninum. Rússneska fréttastofan RT greindi hins vegar frá því að fréttir af slíkum fundi væru tilraun Breta til þess að grafa undan Trump. Þá sagði talsmaður Pútíns, Dmitrý Peskov, í samtali við fréttaveituna RIA að engar viðræður um slíkan fund hefðu átt sér stað. Ef af fundinum verður kallast staðarvalið á við leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, árið 1986. Sá fundur fór fram í Höfða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld væru jákvæð gagnvart slíkum fundi ef til hans kæmi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45