Yngsti aðalþjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2017 22:30 McVay er hér annar frá hægri. Vísir/Getty Sean McVay á að vera maðurinn sem að færir NFL-liðinu LA Rams betri tíð. Hann var ráðinn aðalþjálfari liðsins á dögunum en um leið varð McVay yngsti maðurinn frá upphafi til að gegna því starfi hjá liði í NFL-deildinni. McVay verður 31 árs þann 24. janúar en hann hefur verið sóknarþjálfari Washington Redskins síðustu ár og borið höfuðábyrgð á því að Kirk Cousins hefur náð að búa sér til alvöru feril sem leikstjórnandi í deildinni. Hann tekur við starfinu af Jeff Fisher sem var rekinn eftir þrettán leiki á nýliðnu tímabili. Rams vann aðeins fjóra af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili og var með einn versta árangur allra liða í deildinni. Til að gera stöðu liðsins enn verri var Rams með fyrsta valrétt í nýliðavali deildarinnar síðastliðið vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff, sem náði engan veginn að standa undir væntingum. McVay er nú maðurinn sem á að koma Goff á rétta braut og telur Stan Kroenke, eigandi Rams, að McVay sé rétti maðurinn til þess. „Sá árangur sem hann hefur náð á minna en áratug í deildinni okkar er afar eftirtektarverður,“ sagði hann. „Við erum sannfærðir um að sýn hans muni reynast liðinu okkar vel. Það verður markmið okkar allra að færa Rams Super Bowl meistaratitil, heim til Los Angeles.“ Rams flutti til Los Angeles frá St. Louis síðastliðið sumar en liðið vill þó sjálfsagt gleyma sínu fyrsta tímabili í borg englanna á nýjan leik sem allra fyrst. NFL Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Sean McVay á að vera maðurinn sem að færir NFL-liðinu LA Rams betri tíð. Hann var ráðinn aðalþjálfari liðsins á dögunum en um leið varð McVay yngsti maðurinn frá upphafi til að gegna því starfi hjá liði í NFL-deildinni. McVay verður 31 árs þann 24. janúar en hann hefur verið sóknarþjálfari Washington Redskins síðustu ár og borið höfuðábyrgð á því að Kirk Cousins hefur náð að búa sér til alvöru feril sem leikstjórnandi í deildinni. Hann tekur við starfinu af Jeff Fisher sem var rekinn eftir þrettán leiki á nýliðnu tímabili. Rams vann aðeins fjóra af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili og var með einn versta árangur allra liða í deildinni. Til að gera stöðu liðsins enn verri var Rams með fyrsta valrétt í nýliðavali deildarinnar síðastliðið vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff, sem náði engan veginn að standa undir væntingum. McVay er nú maðurinn sem á að koma Goff á rétta braut og telur Stan Kroenke, eigandi Rams, að McVay sé rétti maðurinn til þess. „Sá árangur sem hann hefur náð á minna en áratug í deildinni okkar er afar eftirtektarverður,“ sagði hann. „Við erum sannfærðir um að sýn hans muni reynast liðinu okkar vel. Það verður markmið okkar allra að færa Rams Super Bowl meistaratitil, heim til Los Angeles.“ Rams flutti til Los Angeles frá St. Louis síðastliðið sumar en liðið vill þó sjálfsagt gleyma sínu fyrsta tímabili í borg englanna á nýjan leik sem allra fyrst.
NFL Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira