Kyrie Irving með fjóra „varamenn“ í Stjörnuleiknum | Svona eru liðin í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 09:30 Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017 NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira