Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:16 Björgunarsveitarfólk að störfum í dag. Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent