Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru sem sagt ekki launin mín til framtíðar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:20 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra. Alþingi Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra.
Alþingi Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira