Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:42 Systurnar hittust í fyrsta skipti á síðasta ári og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi í heimsókn til Brynju og þær gætu styrkt böndin. Vísir/skjáskot Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira