Ólafar Nordal minnst á Alþingi: „Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 10:43 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis fór með minningarorð um Ólöfu í byrjun þingfundar. Vísir/Eyþór Ólafar Nordal alþingismanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins var minnst á Alþingi í dag. Ólöf lést í gærmorgun eftir langa baráttu við krabbamein. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og flokkssystir Ólafar, fór með minningarorð um hana í byrjun þingfundar í dag. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í gær og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar. Í ræðu sinni sagði Unnur Brá að fregnin af andláti Ólafar hafi verið óvænt og þungbær þó að vitað hafi verið að Ólöf hafi um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. „Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur,” sagði Unnur. Þá sagði hún einnig að Ólöf hafi notið mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra. „Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.“ Að lokum risu þingmenn úr sætum til minningar um fallinn félaga. Ræðu Unnar Brá má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Háttvirtir alþingismenn.Sú sorgarfregn barst okkur í gær að Ólöf Nordal alþingismaður, og fyrrverandi ráðherra, hefði andast þá um morguninn á sjúkrahúsi hér í borg. Fregnin var óvænt og þungbær þótt við vissum öll að Ólöf hefði um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur.Ólöf Nordal var fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Foreldrar hennar eru Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Dóra Guðjónsdóttir Nordal, píanóleikari og húsmóðir. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1994 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2002.Ólöf var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996–1999 og síðan lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands í tvö ár. Hún var stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999–2002 og jafnframt deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar þess skóla í eitt ár. Árið 2002 varð hún yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, síðan framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Rarik 2005–2006 og framkvæmdastjóri Orkusölunnar frá 2006 fram í febrúar 2007.Árið 2005 fluttist Ólöf búferlum til Egilsstaða. Hún hóf fljótlega þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins þar og var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi. Fyrir alþingiskosningarnar 2007 gaf hún kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hlaut góðan byr og var kjörin þingmaður í maí það ár. Við kosningar tveimur árum síðar flutti hún sig til Reykjavíkur og var í einu af forustusætum flokksins þar við kosningarnar í apríl 2009. Ári síðar, 2010, var hún kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Haustið 2012 tilkynnti Ólöf svo að hún hygðist af einkaástæðum hverfa af vettvangi stjórnmála vorið eftir, 2013. Hún settist þá að og bjó erlendis um skeið. En stjórnmálin heilluðu og síðla árs 2014 féllst hún á að taka við embætti innanríkisráðherra þótt utan þings væri. Hún naut mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra og flokksmenn hennar veittu henni á ný brautargengi. Hún varð aftur varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2015 og hlaut forustusæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar í október 2016. Hún sat síðast í þessum sal á þingsetningarfundi 6. desember sl. sem 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og innanríkisráðherra. Alls sat hún á 11 löggjafarþingum. Á vettvangi Alþingis sat Ólöf lengst í allsherjarnefnd en sat líka í nefndum um samgöngumál og umhverfismál, sat í fjárlaganefnd og fleiri nefndum. Hún beitti sér mest á vettvangi dóms- og lögreglumála, svo og í stjórnarskrármálum. Hún var gjörkunnug öllum málaflokkum innanríkisráðuneytisins þegar hún varð ráðherra 4. desember 2014. Hún gegndi ráðherrastörfum til 11. janúar síðastliðinn. Meðan Ólöf var utan þings 2013-2014 var hún formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.Ég bið þingheim að minnast Ólafar Nordals með því að rísa úr sætum. Alþingi Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. 8. febrúar 2017 20:00 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Ólafar Nordal alþingismanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins var minnst á Alþingi í dag. Ólöf lést í gærmorgun eftir langa baráttu við krabbamein. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og flokkssystir Ólafar, fór með minningarorð um hana í byrjun þingfundar í dag. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í gær og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar. Í ræðu sinni sagði Unnur Brá að fregnin af andláti Ólafar hafi verið óvænt og þungbær þó að vitað hafi verið að Ólöf hafi um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. „Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur,” sagði Unnur. Þá sagði hún einnig að Ólöf hafi notið mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra. „Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.“ Að lokum risu þingmenn úr sætum til minningar um fallinn félaga. Ræðu Unnar Brá má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Háttvirtir alþingismenn.Sú sorgarfregn barst okkur í gær að Ólöf Nordal alþingismaður, og fyrrverandi ráðherra, hefði andast þá um morguninn á sjúkrahúsi hér í borg. Fregnin var óvænt og þungbær þótt við vissum öll að Ólöf hefði um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur.Ólöf Nordal var fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Foreldrar hennar eru Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Dóra Guðjónsdóttir Nordal, píanóleikari og húsmóðir. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1994 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2002.Ólöf var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996–1999 og síðan lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands í tvö ár. Hún var stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999–2002 og jafnframt deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar þess skóla í eitt ár. Árið 2002 varð hún yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, síðan framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Rarik 2005–2006 og framkvæmdastjóri Orkusölunnar frá 2006 fram í febrúar 2007.Árið 2005 fluttist Ólöf búferlum til Egilsstaða. Hún hóf fljótlega þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins þar og var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi. Fyrir alþingiskosningarnar 2007 gaf hún kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hlaut góðan byr og var kjörin þingmaður í maí það ár. Við kosningar tveimur árum síðar flutti hún sig til Reykjavíkur og var í einu af forustusætum flokksins þar við kosningarnar í apríl 2009. Ári síðar, 2010, var hún kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Haustið 2012 tilkynnti Ólöf svo að hún hygðist af einkaástæðum hverfa af vettvangi stjórnmála vorið eftir, 2013. Hún settist þá að og bjó erlendis um skeið. En stjórnmálin heilluðu og síðla árs 2014 féllst hún á að taka við embætti innanríkisráðherra þótt utan þings væri. Hún naut mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra og flokksmenn hennar veittu henni á ný brautargengi. Hún varð aftur varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2015 og hlaut forustusæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar í október 2016. Hún sat síðast í þessum sal á þingsetningarfundi 6. desember sl. sem 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og innanríkisráðherra. Alls sat hún á 11 löggjafarþingum. Á vettvangi Alþingis sat Ólöf lengst í allsherjarnefnd en sat líka í nefndum um samgöngumál og umhverfismál, sat í fjárlaganefnd og fleiri nefndum. Hún beitti sér mest á vettvangi dóms- og lögreglumála, svo og í stjórnarskrármálum. Hún var gjörkunnug öllum málaflokkum innanríkisráðuneytisins þegar hún varð ráðherra 4. desember 2014. Hún gegndi ráðherrastörfum til 11. janúar síðastliðinn. Meðan Ólöf var utan þings 2013-2014 var hún formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.Ég bið þingheim að minnast Ólafar Nordals með því að rísa úr sætum.
Alþingi Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. 8. febrúar 2017 20:00 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45
Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. 8. febrúar 2017 20:00
Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45