Eldingaveðrið heldur eitthvað áfram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 18:11 Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Vísir/Ólafur Jóhannesson Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28
Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16