Í stöðunni 28-12 fyrir Atlanta þegar aðeins tíu mínútur voru eftir af leiknum ákvað Wahlberg að halda heim á leið ásamt fjölskyldu sinni.
Hann sat á leiknum í VIP-stúku eiganda Patriots, Robert Kraft, og virtist hafa misst trú á liðinu. Er hann var að keyra heim átti sér stað ótrúlegasta endurkoma í sögu Super Bowl.
Leikarinn reyndi að afsaka sig og sagði að sonur sinn hefði orðið veikur og því hefðu þau farið heim. Ekki kaupa allir það og guttinn virkar ekki mjög laslegur á myndbandinu hér að neðan er þau yfirgefa NRG-völlinn í gær.
Mark Wahlberg leaving #sb51 @KPRC2 pic.twitter.com/uxzG6MF4YI
— Allen Reid (@Allen_Reid) February 6, 2017