Bókaði sig í ákveðnu hugsunarleysi Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. febrúar 2017 10:30 Örvar segist allt eins geta rifið upp gítarinn á Sónar, þó að hann búist nú reyndar ekki við því. Vísir/Eyþór „Þetta hef ég aldrei prófað áður. Sko, ég er enn að reyna að finna út úr því hvað ég er að fara að gera. Þetta verður einhvers konar raftónlist, býst ég við – ég verð bara með einhverjar græjur á sviðinu að baka raf. Ég er búinn að vera að vinna í alls konar tónlist lengi, en hún hefur ekki beint verið til flutnings svona á sviði,“ segir Örvar Smárason, en hann mun koma fram einsamall á Sónarhátíðinni og frumflytja þar nýtt verkefni – en Örvar er vanur að koma fram með hljómsveitarfélögum sínum í annaðhvort Múm eða FM Belfast.Er það búið að blunda lengi í þér að fara út í þetta? „Neeei, ég get nú eiginlega ekki sagt það. Ég gerði þetta eins og svo margt annað og bókaði þessa tónleika bara í ákveðnu hugsunarleysi. Það leiðir oft til jákvæðra hluta, að gera hlutina bara út í loftið.“Þannig að þetta er algjörlega „spontant“ hjá þér? „Já. Svo sé ég bara hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mig. Ég hafði eiginlega ekkert spáð í það, en ég fór í eitthvert viðtal um daginn þar sem ég var spurður af hverju ég væri að gera sólóverkefni og ég fattaði að ég hafði ekkert hugsað út í það, þetta er bara eitthvað sem ég allt í einu byrjaði að gera.“Er það eitthvað við Sónarhátíðina sem fékk þig til að frumflytja þetta? Svona fyrst þú ert að gera þetta þar. „Hmm, nei alls ekki, það kom bara á réttum tíma – þetta var bara einhver hugdetta sem ég fékk.“Þau hafa þá bara hringt í þig á hárréttum tíma? „Já.“Þannig að þú ert ekki með neitt planað í kringum þetta? „Ég er að setja þetta saman núna. Ég er að vinna mína fyrstu plötu, eða svona sóló… – samt svo fyndið að kalla þetta sóló. Ég er að vinna fyrstu plötuna undir mínu nafni.“Hver er ástæðan fyrir því að þú vilt ekki kalla þetta sóló? „Sko, ástæðan fyrir því að ég vil ekki kalla þetta sóló er sú að það er svona eitthvað sem hangir eða loðir við sólóverkefni – að maður standi fremst á sviðinu og syngi, beri hjarta sitt á borð.“Þannig að þetta er ekki útrás fyrir listrænan metnað sem þú hefur ekki getað komið frá þér annars staðar? „Það er ekki beint það sem ég er að gera, ekki svo ég viti til. Ég er bara að láta hlutina ráðast einhvern veginn.“Þannig að gestir Sónarhátíðarinnar þurfa ekki að búast við að þú rífir upp gítarinn? „Nei, ekki í þetta sinn allavega. Það gæti gerst – ég er ekki búinn að útiloka neitt. Ég vil ekki vera að festa neitt niður. En svo er ég líka að vinna að öðru verkefni, með Sin Fang og Sóleyju. Þetta er samstarfsverkefni þar sem við gefum út nýtt lag síðasta föstudag í hverjum mánuði. Þannig að þetta eru tólf lög í ár. Við gáfum út fyrsta lagið núna í lok janúar. Það verkefni var einmitt líka bara einhver hugdetta sem gekk of langt, eins og svo margt. Stundum er bara þess virði að framkvæma þessa hluti, þó ekki væri nema til þess að maður framkvæmdi eina af tuttugu „frábærum“ hugmyndum. Það eru allir með milljón hugmyndir og ef maður nær ekki nema bara að framkvæma eina og eina – þá hefur maður eitthvað fyrir stafni. Við höfum samt annars ekkert pælt meira í hvað við ætlum að gera með þessi lög, við byrjum bara á að semja þau og sjáum svo til.“ Örvar verður svo á faraldsfæti eins og vanalega, bæði með Múm og FM Belfast. Hann spilar í Berlín næstu helgi með Múm í kringum kvikmyndahátíðina í Berlín. Síðan er það Reykjavík Music Festival í LA og FM Belfast verður að sjálfsögðu líka á Sónar. Nóg að gera. Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta hef ég aldrei prófað áður. Sko, ég er enn að reyna að finna út úr því hvað ég er að fara að gera. Þetta verður einhvers konar raftónlist, býst ég við – ég verð bara með einhverjar græjur á sviðinu að baka raf. Ég er búinn að vera að vinna í alls konar tónlist lengi, en hún hefur ekki beint verið til flutnings svona á sviði,“ segir Örvar Smárason, en hann mun koma fram einsamall á Sónarhátíðinni og frumflytja þar nýtt verkefni – en Örvar er vanur að koma fram með hljómsveitarfélögum sínum í annaðhvort Múm eða FM Belfast.Er það búið að blunda lengi í þér að fara út í þetta? „Neeei, ég get nú eiginlega ekki sagt það. Ég gerði þetta eins og svo margt annað og bókaði þessa tónleika bara í ákveðnu hugsunarleysi. Það leiðir oft til jákvæðra hluta, að gera hlutina bara út í loftið.“Þannig að þetta er algjörlega „spontant“ hjá þér? „Já. Svo sé ég bara hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mig. Ég hafði eiginlega ekkert spáð í það, en ég fór í eitthvert viðtal um daginn þar sem ég var spurður af hverju ég væri að gera sólóverkefni og ég fattaði að ég hafði ekkert hugsað út í það, þetta er bara eitthvað sem ég allt í einu byrjaði að gera.“Er það eitthvað við Sónarhátíðina sem fékk þig til að frumflytja þetta? Svona fyrst þú ert að gera þetta þar. „Hmm, nei alls ekki, það kom bara á réttum tíma – þetta var bara einhver hugdetta sem ég fékk.“Þau hafa þá bara hringt í þig á hárréttum tíma? „Já.“Þannig að þú ert ekki með neitt planað í kringum þetta? „Ég er að setja þetta saman núna. Ég er að vinna mína fyrstu plötu, eða svona sóló… – samt svo fyndið að kalla þetta sóló. Ég er að vinna fyrstu plötuna undir mínu nafni.“Hver er ástæðan fyrir því að þú vilt ekki kalla þetta sóló? „Sko, ástæðan fyrir því að ég vil ekki kalla þetta sóló er sú að það er svona eitthvað sem hangir eða loðir við sólóverkefni – að maður standi fremst á sviðinu og syngi, beri hjarta sitt á borð.“Þannig að þetta er ekki útrás fyrir listrænan metnað sem þú hefur ekki getað komið frá þér annars staðar? „Það er ekki beint það sem ég er að gera, ekki svo ég viti til. Ég er bara að láta hlutina ráðast einhvern veginn.“Þannig að gestir Sónarhátíðarinnar þurfa ekki að búast við að þú rífir upp gítarinn? „Nei, ekki í þetta sinn allavega. Það gæti gerst – ég er ekki búinn að útiloka neitt. Ég vil ekki vera að festa neitt niður. En svo er ég líka að vinna að öðru verkefni, með Sin Fang og Sóleyju. Þetta er samstarfsverkefni þar sem við gefum út nýtt lag síðasta föstudag í hverjum mánuði. Þannig að þetta eru tólf lög í ár. Við gáfum út fyrsta lagið núna í lok janúar. Það verkefni var einmitt líka bara einhver hugdetta sem gekk of langt, eins og svo margt. Stundum er bara þess virði að framkvæma þessa hluti, þó ekki væri nema til þess að maður framkvæmdi eina af tuttugu „frábærum“ hugmyndum. Það eru allir með milljón hugmyndir og ef maður nær ekki nema bara að framkvæma eina og eina – þá hefur maður eitthvað fyrir stafni. Við höfum samt annars ekkert pælt meira í hvað við ætlum að gera með þessi lög, við byrjum bara á að semja þau og sjáum svo til.“ Örvar verður svo á faraldsfæti eins og vanalega, bæði með Múm og FM Belfast. Hann spilar í Berlín næstu helgi með Múm í kringum kvikmyndahátíðina í Berlín. Síðan er það Reykjavík Music Festival í LA og FM Belfast verður að sjálfsögðu líka á Sónar. Nóg að gera.
Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira