Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Flutningsmenn frumvarpsins eru bjartsýnir. Vísir/GVA Þeir flutningsmenn nýs frumvarps, sem myndi meðal annars gefa sölu áfengis frjálsa, sem Fréttablaðið náði tali af telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Sams konar frumvörp voru lögð fram á tveimur síðustu þingum. Alls eru flutningsmenn frumvarpsins níu og koma þeir úr fjórum flokkum. Samanlagður þingstyrkur flokkanna er 42 þingmenn. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, Teitur Björn Einarsson, segist treysta því að málið fái málefnalega meðferð og að um það verði uppbyggileg umræða í þinginu sem og í nefndum og í umsögnum sem berast. Á þeim grunni telur hann að líkur séu á því að málið fái brautargengi. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður„Fólk er farið að átta sig á því að þetta er ekki eins hættulegt mál og margir vilja meina,“ segir Vilhjálmur Árnason, einn flutningsmanna, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður fyrri frumvarpa sama efnis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokks, segist bjartsýn á að málið komist í gegn. „Ég held það sé líklegra nú en áður. Til dæmis út af frjálslyndri ríkisstjórn.“ Þá segja Vilhjálmur og Teitur Björn báðir að helsti munurinn á þessu frumvarpi og fyrri frumvörpum felist í tveimur þáttum; gerð er frekari krafa um aðgreiningu áfengis inni í verslunum frá annarri matvöru og heimilað verði að auglýsa áfengi. Teitur Björn segir að reglur muni gilda um áfengisauglýsingar. Auglýsendum beri að taka fram skaðleg áhrif óhóflegrar neyslu og skerpt verði á því að slíkar auglýsingar megi ekki höfða til barna.Teitur Björn Einarsson, þingmaðurÁslaug Arna segir málið ekki forgangsmál. „Það er hins vegar áhugavert að heyra fólk tala um að þetta sé ekki mikilvægt mál á sama tíma og það talar um að málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er smá andstæða í því,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti til þess á Facebook í gær að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifaði Birgitta. Vilhjálmur segir málið aldrei hafa verið forgangsatriði. „Það eru mörg minni mál en þetta sem fara í gegnum þingið sem og mörg stærri mál. En þetta er stórt prinsippmál. Mér finnst að menn megi ekki gera lítið úr því,“ segir Vilhjálmur. Hann spyr á móti hvers vegna það sé forgangsatriði ríkisins að reka áfengisverslanir þegar það geti ekki rekið heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. „Við eigum að nota tíma og peninga ríkisins í annað en að reka áfengisverslanir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15 Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þeir flutningsmenn nýs frumvarps, sem myndi meðal annars gefa sölu áfengis frjálsa, sem Fréttablaðið náði tali af telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Sams konar frumvörp voru lögð fram á tveimur síðustu þingum. Alls eru flutningsmenn frumvarpsins níu og koma þeir úr fjórum flokkum. Samanlagður þingstyrkur flokkanna er 42 þingmenn. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, Teitur Björn Einarsson, segist treysta því að málið fái málefnalega meðferð og að um það verði uppbyggileg umræða í þinginu sem og í nefndum og í umsögnum sem berast. Á þeim grunni telur hann að líkur séu á því að málið fái brautargengi. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður„Fólk er farið að átta sig á því að þetta er ekki eins hættulegt mál og margir vilja meina,“ segir Vilhjálmur Árnason, einn flutningsmanna, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður fyrri frumvarpa sama efnis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokks, segist bjartsýn á að málið komist í gegn. „Ég held það sé líklegra nú en áður. Til dæmis út af frjálslyndri ríkisstjórn.“ Þá segja Vilhjálmur og Teitur Björn báðir að helsti munurinn á þessu frumvarpi og fyrri frumvörpum felist í tveimur þáttum; gerð er frekari krafa um aðgreiningu áfengis inni í verslunum frá annarri matvöru og heimilað verði að auglýsa áfengi. Teitur Björn segir að reglur muni gilda um áfengisauglýsingar. Auglýsendum beri að taka fram skaðleg áhrif óhóflegrar neyslu og skerpt verði á því að slíkar auglýsingar megi ekki höfða til barna.Teitur Björn Einarsson, þingmaðurÁslaug Arna segir málið ekki forgangsmál. „Það er hins vegar áhugavert að heyra fólk tala um að þetta sé ekki mikilvægt mál á sama tíma og það talar um að málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er smá andstæða í því,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti til þess á Facebook í gær að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifaði Birgitta. Vilhjálmur segir málið aldrei hafa verið forgangsatriði. „Það eru mörg minni mál en þetta sem fara í gegnum þingið sem og mörg stærri mál. En þetta er stórt prinsippmál. Mér finnst að menn megi ekki gera lítið úr því,“ segir Vilhjálmur. Hann spyr á móti hvers vegna það sé forgangsatriði ríkisins að reka áfengisverslanir þegar það geti ekki rekið heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. „Við eigum að nota tíma og peninga ríkisins í annað en að reka áfengisverslanir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15 Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15
Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00
Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00
Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45