Toronto Raptors hefur fengið kraftframherjann Serbe Ibaka frá Orlando Magic.
Í staðinn fékk Orlando framherjann Terrence Ross og valrétt í 1. umferð nýliðavalsins í sumar.
Ibaka, sem er 27 ára, lék með Oklahoma City Thunder fyrstu sjö árin sín í NBA-deildinni. Hann fór með Oklahoma í lokaúrslit tímabilið 2012-13 þar sem liðið tapaði fyrir Miami Heat.
Ibaka, sem er fæddur í Kongó en leikur fyrir spænska landsliðið, var skipt til Orlando síðasta sumar. Hann var með 15,1 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með Flórídaliðinu í vetur.
Toronto hefur farið út af sporinu að undanförnu og tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum. Liðið er komið niður í 5. sæti Austurdeildarinnar.

