Útlendingastofnun hefur engin áhrif á vegabréfsáritanir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 20:00 Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42