Herbie Hancock í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 16:03 Herbie Hancock. Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006. Tónlist Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006.
Tónlist Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira