Kvöldverður breyttist í krísufund Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 16:00 Shinzo Abe og Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira