Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 12:19 Ef þú ert fastur þá hringir þú í Villa Goða og hann kemur og bjargar málunum. Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“ Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“
Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira