Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2017 16:06 Skjáskot úr myndbandi sem birt var á vef Airlive.net. Farþegaþota Icelandair lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda á flugvelli í Manchester í Bretlandi í morgun. Stormurinn Doris reið yfir Bretland í dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Þota Icelandair átti að lenda um hálf ellefu leytið að íslenskum tíma í morgun en þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Stefnan var því tekin á Liverpool skammt frá en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum í dag þar sem myndband hefur verið birt af aðflugi þotunnar, sem var ansi erfitt. Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón en vélinni var lent skömmu síðar. Hún fór svo aftur í loftið síðar í dag með farþega og er væntanleg til Keflavíkur innan skamms. Á vef Metro er vitnað í konu sem var farþegi vélarinnar sem vildi skila þökkum til flugstjórans og öðru starfsfólki vélarinnar fyrir frábært starf við þessar erfiðu aðstæður. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónota tilfinningu svo ekki sé meira sagt. Þetta gekk mjög vel fyrir sig,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Farþegaþota Icelandair lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda á flugvelli í Manchester í Bretlandi í morgun. Stormurinn Doris reið yfir Bretland í dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Þota Icelandair átti að lenda um hálf ellefu leytið að íslenskum tíma í morgun en þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Stefnan var því tekin á Liverpool skammt frá en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum í dag þar sem myndband hefur verið birt af aðflugi þotunnar, sem var ansi erfitt. Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón en vélinni var lent skömmu síðar. Hún fór svo aftur í loftið síðar í dag með farþega og er væntanleg til Keflavíkur innan skamms. Á vef Metro er vitnað í konu sem var farþegi vélarinnar sem vildi skila þökkum til flugstjórans og öðru starfsfólki vélarinnar fyrir frábært starf við þessar erfiðu aðstæður. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónota tilfinningu svo ekki sé meira sagt. Þetta gekk mjög vel fyrir sig,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira