Framsókn og VG á móti innflutningi á hráu kjöti Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 20:36 Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira