Viðskipti innlent

Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Því er spáð að í sumar verði einn af hverjum fimm sem verða hér á landi ferðamaður.
Því er spáð að í sumar verði einn af hverjum fimm sem verða hér á landi ferðamaður. vísir/anton brink
Hver ferðamaður sem hingað kom til lands í fyrr skilaði um 202 þúsund krónum til þjóðarbúsins og eru tveir stærstu útgjaldaliðir hans flugfargjöld og gisting. Þetta kemur fram í nýrri og ítarlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna hér á landi.

Í skýrslunni er því spáð að um 2,3 milljónir ferðamanna muni sækja Ísland heim á þessu ári en það er 30 prósent fjölgun frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þúsund á milli ára 2016 og 2017 og væri það þá mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Næsta sumar er því spáð að einn af hverjum fimm sem verða hér á landi ferðamaður.

Jafnframt spáir Íslandsbanki því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári, það er að tekjurnar verði um 560 milljarðar króna í ár miðað við 466 milljarða króna í fyrra.

Það voru þá 39 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins en gangi spáin eftir fyrir þetta ár munu gjaldeyristekjurnar nema 45 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins.


Tengdar fréttir

Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði

Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×