Hættu að afsaka þig Kona! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 3. mars 2017 12:06 Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja!
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun