Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar