Kom forsætisráðherra á óvart að breytingar á skipan Stjórnarráðsins kosta tæpan hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 10:58 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira