Romo hættur og farinn í sjónvarpið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 08:30 Romo kveður Kúrekana en ekki NFL-deildina. vísir/getty Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra. NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira
Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra.
NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira