Aðeins einn leikur fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Minnesota Timberwolves stöðvaði þá sex leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers með eins stigs sigri, 110-109, á heimavelli sínum.
Karl-Anthony Towns var atkvæðamestur í liði Minnesota með 34 stig og 12 fráköst. Andrew Wiggins skoraði 29 stig og Ricky Rubio var með 11 stig og 16 stoðsendingar.
Damian Lillard var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Portland en hann skoraði 25 stig, auk þess sem hann gaf sex stoðsendingar. Al-Farouq Aminu átti einnig góða innkomu af bekknum; skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Minnesota er í 12. sæti Vesturdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Portland er hins vegar í 8. sæti Vesturdeildarinnar, síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.
Úrslitin í nótt:
Minnesota 110-109 Portland
Minnesota stöðvaði sigurgöngu Portland
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn


Blóðgaði dómara
Körfubolti

Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn