Macron og Le Pen leiða Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2017 13:16 Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí. Frakkland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí.
Frakkland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira