Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 12:11 Það er smekkfullt við Keflavíkuflugvöll. Vísir/Pjetur Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19