ÍRiiS frumsýnir nýtt tónlistarmyndband: „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2017 12:30 Skemmtilegt efni frá Írisi. Mynd/Kristina Pertrosuite Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/ Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira