Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2017 11:00 Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík á dögunum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Angelucci var búinn að kynna sér saltfiskverkun í KG á Rifi og Valafelli í Ólafsvík með verkefnisstjóra Íslandsstofu, Kristni Björnssyni, þegar við hittum þá fyrir utan heimahús í Ólafsvík. Þeir voru á leið í veislu til eigenda Valafells, Kristínar Vigfúsdóttur og Erlings Jónassonar. Í eldhúsinu var enginn annar en Rúnar Marvinsson, sem matargagnrýnandinn Jónas Kristjánsson kallar ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu. Á veitingastaðnum „Við Tjörnina“ og áður á Hótel Búðum var Rúnar brautryðjandi í að kynna fjölbreyttari nýtingu sjávarfangs. Rúnar minnist þess að það þýddi ekkert að bjóða Íslendingum þorsk á matseðlinum á Búðum árið 1980. „En þetta hefur breyst mjög mikið. Nú eru allir með þorsk, - og allsstaðar þorskhnakki. Það er eins og það sé ekkert á þorskinum nema hnakki,“ segir Rúnar og hlær. Og það er einmitt saltaður þorskhnakki sem hinn ítalski og aðrir gestir fá í aðalrétt en Íslandsstofa bauð blaðamanninum til landsins til að kynna íslenska saltfiskinn.Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri Íslandsstofu, í saltfiskveislu á heimili eigenda Valafells í Ólafsvík.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Hann er svona gastronomi-blaðamaður og er á ferð um landið, - er á Snæfellsnesi í dag, - og fær að kynnast þar fiskverkun og síðan fær hann að njóta saltfisks hjá Kristínu í Valafelli,“ segir Kristinn Björnsson, en hann vinnur hjá Íslandsstofu við að kynna þorskafurðir í Suður Evrópu. Umfjöllun ítalska blaðamannsins um saltfiskinn má sjá hér. Þegar við spyrjum hvar Rúnar Marvinsson sé í dag þá segist hann sestur í helgan stein,- vera kominn fram yfir síðasta söludag. „Núna er ég bara á Hótel Ríkið, ég fæ 180 þúsund á mánuði, held ég, kannski komið í 200 þúsund. Ég þarf ekki að kvarta. Er búsettur á Hellissandi núna. Ég kann bara mjög vel við mig hérna á Nesinu allsstaðar. Þetta er eðalfólk hér allsstaðar sem ég hef kynnst.“ Við heyrum meira af Rúnari Marvinssyni og saltfiskréttum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, á mánudag. Hér má sjá myndbrot úr þættinum. Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík á dögunum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Angelucci var búinn að kynna sér saltfiskverkun í KG á Rifi og Valafelli í Ólafsvík með verkefnisstjóra Íslandsstofu, Kristni Björnssyni, þegar við hittum þá fyrir utan heimahús í Ólafsvík. Þeir voru á leið í veislu til eigenda Valafells, Kristínar Vigfúsdóttur og Erlings Jónassonar. Í eldhúsinu var enginn annar en Rúnar Marvinsson, sem matargagnrýnandinn Jónas Kristjánsson kallar ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu. Á veitingastaðnum „Við Tjörnina“ og áður á Hótel Búðum var Rúnar brautryðjandi í að kynna fjölbreyttari nýtingu sjávarfangs. Rúnar minnist þess að það þýddi ekkert að bjóða Íslendingum þorsk á matseðlinum á Búðum árið 1980. „En þetta hefur breyst mjög mikið. Nú eru allir með þorsk, - og allsstaðar þorskhnakki. Það er eins og það sé ekkert á þorskinum nema hnakki,“ segir Rúnar og hlær. Og það er einmitt saltaður þorskhnakki sem hinn ítalski og aðrir gestir fá í aðalrétt en Íslandsstofa bauð blaðamanninum til landsins til að kynna íslenska saltfiskinn.Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri Íslandsstofu, í saltfiskveislu á heimili eigenda Valafells í Ólafsvík.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Hann er svona gastronomi-blaðamaður og er á ferð um landið, - er á Snæfellsnesi í dag, - og fær að kynnast þar fiskverkun og síðan fær hann að njóta saltfisks hjá Kristínu í Valafelli,“ segir Kristinn Björnsson, en hann vinnur hjá Íslandsstofu við að kynna þorskafurðir í Suður Evrópu. Umfjöllun ítalska blaðamannsins um saltfiskinn má sjá hér. Þegar við spyrjum hvar Rúnar Marvinsson sé í dag þá segist hann sestur í helgan stein,- vera kominn fram yfir síðasta söludag. „Núna er ég bara á Hótel Ríkið, ég fæ 180 þúsund á mánuði, held ég, kannski komið í 200 þúsund. Ég þarf ekki að kvarta. Er búsettur á Hellissandi núna. Ég kann bara mjög vel við mig hérna á Nesinu allsstaðar. Þetta er eðalfólk hér allsstaðar sem ég hef kynnst.“ Við heyrum meira af Rúnari Marvinssyni og saltfiskréttum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, á mánudag. Hér má sjá myndbrot úr þættinum.
Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30
Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00