Ráðherrar ósammála um hvort einkavæða eigi Leifsstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 21:37 Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“ Alþingi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“
Alþingi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira