Biskup segir ríkið skulda kirkjunni um 1,7 milljarða árlega Sveinn Arnarsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan á Íslandi gagnrýnir fjármálaáætlun Alþingis harðlega í innsendri umsögn kirkjuráðs og Biskupsstofu en áætlunin liggur nú fyrir til meðferðar þingsins. Segir í umsögn biskups Íslands og kirkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirkju að ríkissjóður skuldi kirkjunni tæplega 1,7 milljarða króna á fjárlögum ársins í ár vegna vanefnda fimm liða í fjárlögum. Eru það fjárlagaliðir um laun presta, kristnisjóð, sóknargjöld, kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Með því að uppfæra tölur ekki samkvæmt reiknilíkani sem á að meta fjárhæðir til kirkjunnar hafi þannig myndast skuld ríkissjóðs við kirkjuna. „Það vantar mjög verulega upp á að það sé staðið við skuldbindingar samkvæmt lögum,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. „Það var neyðarástand árið 2008, en ekki í dag. Ef menn ætla ekki að standa við skuldbindingar þá verða menn að finna aðrar ástæður fyrir skerðingunni.“ Umsögn þjóðkirkjunnar hvílir að mati kirkjunnar á tveimur staðreyndum. Sú fyrri er að árið 1997 var gerður samningur milli ríkis og kirkju um notkun reiknilíkans við að framreikna upphæðir til kirkjunnar sem síðan var tekið úr sambandi árið 2008 í hruninu. Seinni staðreyndin að mati kirkjuráðs er að sóknargjöld hafi ekki að fullu verið flutt til kirkjunnar heldur sitji ár hvert hluti þeirra eftir í ríkissjóði til almennra verka. 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þrátt fyrir stöðuga fækkun jukust framlögin árið 2017 um rúmar eitt hundrað milljónir frá fyrra ári. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Þjóðkirkjan á Íslandi gagnrýnir fjármálaáætlun Alþingis harðlega í innsendri umsögn kirkjuráðs og Biskupsstofu en áætlunin liggur nú fyrir til meðferðar þingsins. Segir í umsögn biskups Íslands og kirkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirkju að ríkissjóður skuldi kirkjunni tæplega 1,7 milljarða króna á fjárlögum ársins í ár vegna vanefnda fimm liða í fjárlögum. Eru það fjárlagaliðir um laun presta, kristnisjóð, sóknargjöld, kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Með því að uppfæra tölur ekki samkvæmt reiknilíkani sem á að meta fjárhæðir til kirkjunnar hafi þannig myndast skuld ríkissjóðs við kirkjuna. „Það vantar mjög verulega upp á að það sé staðið við skuldbindingar samkvæmt lögum,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. „Það var neyðarástand árið 2008, en ekki í dag. Ef menn ætla ekki að standa við skuldbindingar þá verða menn að finna aðrar ástæður fyrir skerðingunni.“ Umsögn þjóðkirkjunnar hvílir að mati kirkjunnar á tveimur staðreyndum. Sú fyrri er að árið 1997 var gerður samningur milli ríkis og kirkju um notkun reiknilíkans við að framreikna upphæðir til kirkjunnar sem síðan var tekið úr sambandi árið 2008 í hruninu. Seinni staðreyndin að mati kirkjuráðs er að sóknargjöld hafi ekki að fullu verið flutt til kirkjunnar heldur sitji ár hvert hluti þeirra eftir í ríkissjóði til almennra verka. 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þrátt fyrir stöðuga fækkun jukust framlögin árið 2017 um rúmar eitt hundrað milljónir frá fyrra ári.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira