Eldræða þjálfarans kom Memphis í gang: „Smjattið á þessum upplýsingum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2017 14:00 David Fizdale er búinn að setja það sem flesti héldu að yrðu einföld sería fyrir Spurs í uppnám. vísir/getty David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan. NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan.
NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti