Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 19:22 Marine Le Pen. Vísir/AFP Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, til hamingju með sigurinn. The Independent greinir frá. Le Pen ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu og sagði að franska þjóðin hefði kosið „óslitinn þráð“ og óskaði Macron góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir. Le Pen sagði niðurstöður kosninganna „sögulegar“ og „tilkomumiklar“ fyrir hægri væng franskra stjórnmála. Töluvert fleiri greiddu Þjóðfylkingunni atkvæði sitt nú en þegar faðir Le Pen, Jean-Marie, bauð sig fram til forseta árið 2002. Þá sagðist hún ætla að leiða fylkingu þjóðernissinna gegn alþjóðasinnum og að næstu fimm árin myndi hún berjast fyrir „franskri samsemd.“ Í ræðu sinni sagði Le Pen að Þjóðfylkingin þyrfti á yfirhalningu að halda. Hún hét því að „leiða baráttuna“ í frönsku þingkosningunum, sem fram fara í næsta mánuði. „Þjóðfylkingin verður að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga til þess að grípa þetta sögulega tækifæri og standast væntingar frönsku þjóðarinnar,“ var haft eftir henni. Sérfræðingar telja að Le Pen geri tilraun til að forðast kynþáttafordómastimipilinn, sem lengi hefur loðað við Þjóðfylkinguna, og stofni nýja stjórnmálahreyfingu í kringum skilin á milli þjóðernissinna og alþjóðasinna. Frakkland Tengdar fréttir Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, til hamingju með sigurinn. The Independent greinir frá. Le Pen ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu og sagði að franska þjóðin hefði kosið „óslitinn þráð“ og óskaði Macron góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir. Le Pen sagði niðurstöður kosninganna „sögulegar“ og „tilkomumiklar“ fyrir hægri væng franskra stjórnmála. Töluvert fleiri greiddu Þjóðfylkingunni atkvæði sitt nú en þegar faðir Le Pen, Jean-Marie, bauð sig fram til forseta árið 2002. Þá sagðist hún ætla að leiða fylkingu þjóðernissinna gegn alþjóðasinnum og að næstu fimm árin myndi hún berjast fyrir „franskri samsemd.“ Í ræðu sinni sagði Le Pen að Þjóðfylkingin þyrfti á yfirhalningu að halda. Hún hét því að „leiða baráttuna“ í frönsku þingkosningunum, sem fram fara í næsta mánuði. „Þjóðfylkingin verður að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga til þess að grípa þetta sögulega tækifæri og standast væntingar frönsku þjóðarinnar,“ var haft eftir henni. Sérfræðingar telja að Le Pen geri tilraun til að forðast kynþáttafordómastimipilinn, sem lengi hefur loðað við Þjóðfylkinguna, og stofni nýja stjórnmálahreyfingu í kringum skilin á milli þjóðernissinna og alþjóðasinna.
Frakkland Tengdar fréttir Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21