Herra Hnetusmjör og Birnir með hrikalega gott freestyle Tinni Sveinsson skrifar 5. maí 2017 15:45 Útvarpsþátturinn Kronik hefur á skömmum tíma orðið algjörlega ómissandi hjá öllum sem hafa áhuga á íslenskri rapptónlist. Í hverri viku mæta íslenskir rapparar í hljóðverið á X-inu og ýmist frumflytja ný lög eða taka þau í beinni. Annar fastur liður í þættinum er þegar umsjónarmenn þáttarins, þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff, setja takt undir nálina og rappararnir spreyta sig á því að rappa algjörlega óundirbúinn texta í freestyle. Ekki eru allir meistarar í því faginu en það er óhætt að segja að félagarnir Herra Hnetusmjör og Birnir séu með þeim betri. Þeir spreyttu sig þegar Kronik var nýlega tekinn upp í Smash í Kringlunni, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan.Nýir listamenn fá einnig að spreyta sig í Kronik eins og á dögunum þegar hinn ungi Þorri mætti með glænýtt lag, Klink. Upptöku af því þegar hann frumflutti lagið má sjá hér að ofan. Á morgun er síðan von á neglu í Kronik. Þá mæta bræðurnir í Úlfur Úlfur í þáttinn og kynna nýju plötuna sína, Hefnið okkar. Þátturinn er á dagskrá X-ins á laugardögum klukkan 17 en einnig er hægt að hlusta á hann í vefspilaranum hér á Vísi. Þá minnum við einnig á að upptökur af þættinum má nálgast á útvarpssíðu Vísis. Kronik Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Útvarpsþátturinn Kronik hefur á skömmum tíma orðið algjörlega ómissandi hjá öllum sem hafa áhuga á íslenskri rapptónlist. Í hverri viku mæta íslenskir rapparar í hljóðverið á X-inu og ýmist frumflytja ný lög eða taka þau í beinni. Annar fastur liður í þættinum er þegar umsjónarmenn þáttarins, þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff, setja takt undir nálina og rappararnir spreyta sig á því að rappa algjörlega óundirbúinn texta í freestyle. Ekki eru allir meistarar í því faginu en það er óhætt að segja að félagarnir Herra Hnetusmjör og Birnir séu með þeim betri. Þeir spreyttu sig þegar Kronik var nýlega tekinn upp í Smash í Kringlunni, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan.Nýir listamenn fá einnig að spreyta sig í Kronik eins og á dögunum þegar hinn ungi Þorri mætti með glænýtt lag, Klink. Upptöku af því þegar hann frumflutti lagið má sjá hér að ofan. Á morgun er síðan von á neglu í Kronik. Þá mæta bræðurnir í Úlfur Úlfur í þáttinn og kynna nýju plötuna sína, Hefnið okkar. Þátturinn er á dagskrá X-ins á laugardögum klukkan 17 en einnig er hægt að hlusta á hann í vefspilaranum hér á Vísi. Þá minnum við einnig á að upptökur af þættinum má nálgast á útvarpssíðu Vísis.
Kronik Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira