Maður, samfélag og trú Eðvarð T. Jónsson skrifar 4. maí 2017 12:00 Eftir síðari heimsstyrjöld hafa orðið meiri efnislegar framfarir í heiminum en dæmi eru um í sögunni. Sú staðreynd blasir þó við að aukin hagsæld víða um heim hefur ekki haldist í hendur við aukinn siðferðisþroska, ríkari mannúð eða dýpri skilning á kjörum hinna verst settu meðal mannkyns. Meinsemdir eins og ójöfnuður, misskipting og rányrkja virðast ónæmar fyrir úrræðum sem stjórnmálaöfl af öllu tagi reyna að beita. Víðtæk og rótgróin spilling hefur grafið undan trausti á flestum mannlegum stofnunum. Við sem trúum því að maðurinn sé andleg vera, sem læri og þroskist við tímabundnar aðstæður hér á jörð áður en hún heldur á vit hins eilífa, erum sannfærð um að þessi ógæfulega staða eigi rót sína að rekja til fráhvarfs frá trúarlegum gildum og fullvissu um lífið eigi sér andlega uppsprettu. Bahá’u’lláh, höfundur bahá’í trúarinnar, hélt því fram um miðja nítjándu öld að þegar áhrif trúar dvíni innra með mönnunum slokkni ljós réttlætis og friðar í heiminum. Sú gullna regla gengur eins og rauður þáður í gegnum trúarbrögð mannkyns, að velferð og lífshamingja felist í því að gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Þessi sýn á gildi náungakærleika og sameiginlega velferð ögrar nú sem aldrei fyrr ýmsum viðteknum hugmyndum sem móta samtímaorðræðu – til dæmis að eigingirni sé drifkraftur hagsældar og framfarir byggist á vægðarlausri samkeppni. Að meta verðleika einstaklinga á grundvelli eigna og neyslu er framandi trúarlegri hugsun. Boðskapur efnishyggjunnar um efnislega velsæld sem mælikvarða á manngildi gengur þvert á andleg sjónarmið. Hann elur á tilfinningu um persónulega verðskuldun sem verður æ algengari og notar tungutak réttlætis og lýðréttinda til að breiða yfir síngirni og eiginhagsmuni. Hér boðar bahá’í trúin byltingu hugarfarsins. Ekkert réttlætir lengur að reynt sé að viðhalda fyrirkomulagi, reglum og kerfum sem hefur svo hrapallega mistekist að þjóna sameiginlegum hagsmunum alls mannkyns. Brýn þörf er fyrir sameiginlega siðaskrá, trausta umgjörð nýs heimsskipulags þar sem þjóðirnar geta brugðist í sameiningu við aðsteðjandi áföllum. Hnattrænt samfélag sem endurspeglar einingu þjóða heims og trúarbragða hans er meginatriði í ætlunarverki bahá’í trúarinnar. Þrátt fyrir sundrung og upplausn sem einkenna okkar tíma eru bahá’íar sannfærðir um að eining þjóða heims og nýr skilningur á því sem sameinar trúarbrögð mannkyns muni að endingu spretta úr umrótinu. En þótt eining sé eina varanlega lausnin er hún ekki markmið sem næst þegar búið verður að leysa fjölda annarra meinsemda í félagslegu, pólitísku, efnahagslegu og siðferðilegu lífi með einum eða öðrum hætti. Þessar meinsemdir eru í meginatriðum einkenni og aukaverkanir vandans, ekki sjálf orsökin. Ástæðan fyrir því að þessi sjónarmið njóta ekki fylgis er sú að ósvikin eining í anda og hugsun meðal þjóða heims sem eru jafn ólíkar og raun ber vitni er alls ekki á færi núverandi stofnana þjóðfélagsins. Siðferðilega tómarúmið sem framkallaði hrylling 20. aldar sýndi að mannshugurinn er kominn að ystu mörkum þess sem hann einn og óstuddur getur lagt af mörkum til að þróa gott og gæfuríkt þjóðfélag, hversu mikill efnislegur auður sem honum stendur til boða. Sjónarhorn trúarinnar á framtíð mannkynsins á því ekkert sameiginlegt með kerfum fortíðar og tiltölulega litla með kerfum nútíðar. Hún höfðar til raunveruleika í erfðamengi hinnar skynigæddu sálar, ef svo má að orði komast. Fyrir tvö þúsund árum var kennt að himnaríki sé „hið innra“ með manninum – hann getur gert það veruleika hér og nú. Bahá’u’lláh hefur kallað mannkynið til þessa andlega arfs. Hann segir að mannkynið sé ein og ósundurgreinanleg lífræn heild – það sé þjáð ýmsum meinsemdum en læknisdómurinn sé „eining allra þjóða hans í einum allsherjar málstað, einni sameiginlegri trú.“ Á þessu ári minnast bahá’íar þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá’u’lláh í Persíu og af því tilefni vilja bahá’íar á Íslandi kynna líf hans og kenningar. Rit Bahá’u’lláh spanna vítt svið félagslegra málefna, allt frá jafnrétti kynþáttanna, afvopnun, jafnrétti kynjanna og allsherjarskyldumenntun til málefna, sem snerta innsta líf mannssálarinnar. Í allmarga áratugi hefur kerfisbundið átak í þýðingum og útgáfu gert meginhluta þessara rita aðgengileg fólki um allan heim á meira enn átta hundruð tungumálum. Nokkur helstu þeirra eru aðgengileg á íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Eftir síðari heimsstyrjöld hafa orðið meiri efnislegar framfarir í heiminum en dæmi eru um í sögunni. Sú staðreynd blasir þó við að aukin hagsæld víða um heim hefur ekki haldist í hendur við aukinn siðferðisþroska, ríkari mannúð eða dýpri skilning á kjörum hinna verst settu meðal mannkyns. Meinsemdir eins og ójöfnuður, misskipting og rányrkja virðast ónæmar fyrir úrræðum sem stjórnmálaöfl af öllu tagi reyna að beita. Víðtæk og rótgróin spilling hefur grafið undan trausti á flestum mannlegum stofnunum. Við sem trúum því að maðurinn sé andleg vera, sem læri og þroskist við tímabundnar aðstæður hér á jörð áður en hún heldur á vit hins eilífa, erum sannfærð um að þessi ógæfulega staða eigi rót sína að rekja til fráhvarfs frá trúarlegum gildum og fullvissu um lífið eigi sér andlega uppsprettu. Bahá’u’lláh, höfundur bahá’í trúarinnar, hélt því fram um miðja nítjándu öld að þegar áhrif trúar dvíni innra með mönnunum slokkni ljós réttlætis og friðar í heiminum. Sú gullna regla gengur eins og rauður þáður í gegnum trúarbrögð mannkyns, að velferð og lífshamingja felist í því að gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Þessi sýn á gildi náungakærleika og sameiginlega velferð ögrar nú sem aldrei fyrr ýmsum viðteknum hugmyndum sem móta samtímaorðræðu – til dæmis að eigingirni sé drifkraftur hagsældar og framfarir byggist á vægðarlausri samkeppni. Að meta verðleika einstaklinga á grundvelli eigna og neyslu er framandi trúarlegri hugsun. Boðskapur efnishyggjunnar um efnislega velsæld sem mælikvarða á manngildi gengur þvert á andleg sjónarmið. Hann elur á tilfinningu um persónulega verðskuldun sem verður æ algengari og notar tungutak réttlætis og lýðréttinda til að breiða yfir síngirni og eiginhagsmuni. Hér boðar bahá’í trúin byltingu hugarfarsins. Ekkert réttlætir lengur að reynt sé að viðhalda fyrirkomulagi, reglum og kerfum sem hefur svo hrapallega mistekist að þjóna sameiginlegum hagsmunum alls mannkyns. Brýn þörf er fyrir sameiginlega siðaskrá, trausta umgjörð nýs heimsskipulags þar sem þjóðirnar geta brugðist í sameiningu við aðsteðjandi áföllum. Hnattrænt samfélag sem endurspeglar einingu þjóða heims og trúarbragða hans er meginatriði í ætlunarverki bahá’í trúarinnar. Þrátt fyrir sundrung og upplausn sem einkenna okkar tíma eru bahá’íar sannfærðir um að eining þjóða heims og nýr skilningur á því sem sameinar trúarbrögð mannkyns muni að endingu spretta úr umrótinu. En þótt eining sé eina varanlega lausnin er hún ekki markmið sem næst þegar búið verður að leysa fjölda annarra meinsemda í félagslegu, pólitísku, efnahagslegu og siðferðilegu lífi með einum eða öðrum hætti. Þessar meinsemdir eru í meginatriðum einkenni og aukaverkanir vandans, ekki sjálf orsökin. Ástæðan fyrir því að þessi sjónarmið njóta ekki fylgis er sú að ósvikin eining í anda og hugsun meðal þjóða heims sem eru jafn ólíkar og raun ber vitni er alls ekki á færi núverandi stofnana þjóðfélagsins. Siðferðilega tómarúmið sem framkallaði hrylling 20. aldar sýndi að mannshugurinn er kominn að ystu mörkum þess sem hann einn og óstuddur getur lagt af mörkum til að þróa gott og gæfuríkt þjóðfélag, hversu mikill efnislegur auður sem honum stendur til boða. Sjónarhorn trúarinnar á framtíð mannkynsins á því ekkert sameiginlegt með kerfum fortíðar og tiltölulega litla með kerfum nútíðar. Hún höfðar til raunveruleika í erfðamengi hinnar skynigæddu sálar, ef svo má að orði komast. Fyrir tvö þúsund árum var kennt að himnaríki sé „hið innra“ með manninum – hann getur gert það veruleika hér og nú. Bahá’u’lláh hefur kallað mannkynið til þessa andlega arfs. Hann segir að mannkynið sé ein og ósundurgreinanleg lífræn heild – það sé þjáð ýmsum meinsemdum en læknisdómurinn sé „eining allra þjóða hans í einum allsherjar málstað, einni sameiginlegri trú.“ Á þessu ári minnast bahá’íar þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá’u’lláh í Persíu og af því tilefni vilja bahá’íar á Íslandi kynna líf hans og kenningar. Rit Bahá’u’lláh spanna vítt svið félagslegra málefna, allt frá jafnrétti kynþáttanna, afvopnun, jafnrétti kynjanna og allsherjarskyldumenntun til málefna, sem snerta innsta líf mannssálarinnar. Í allmarga áratugi hefur kerfisbundið átak í þýðingum og útgáfu gert meginhluta þessara rita aðgengileg fólki um allan heim á meira enn átta hundruð tungumálum. Nokkur helstu þeirra eru aðgengileg á íslensku.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun