Heyrði sprenginguna inn um svefnherbergisgluggann Hrund Þórsdóttir skrifar 3. maí 2017 20:00 Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira