Sakaði fjármálaráðherra um „ódýr pólitísk undanbrögð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:02 Benedikt Jóhannesson og Kolbeinn Óttarsson Proppé. vísir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn. Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn.
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira