Emmanuel Macron vann öruggan sigur í frönsku forsetakosningunum á sunnudag en eftir um mánuð bíður hans ný áskorun þegar fram fara þingkosningar í Frakklandi.
Um hádegisbil hyggst Macron kynna frambjóðendur flokks síns, Republique en Marche, til þings, en Macron stofnaði stjórnmálaafl sitt fyrir um ári.
Macron hefur áður sagt að helmingur þeirra sem sækjast eftir að komast á þing fyrir flokkinn hafi enga fyrri reynslu af stjórnmálum.
Í hópi reyndra stjórnmálamanna sem höfðu lýst yfir áhuga á að fara fram fyrir Republique en Marche var Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra, í ríkisstjórn Sósíalista. Í viðtali á þriðjudaginn sagði hann Sósíalistaflokkinn vera „dauðan“ og að hann vildi fram fyrir flokk Macron.
Talsmenn Republique en Marche hafa hins vegar neitað því að Valls fari fram undir merkjum flokksins.
Macron kynnir frambjóðendur sína í dag

Tengdar fréttir

Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“
Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld.

Markaðir tóku kipp vegna Macrons
Niðurstöður forsetakosninganna í Frakklandi höfðu í fyrstu jákvæð áhrif á markaði í gær.

Eiríkur Bergmann: Óvíst hvort Macron verði forseti með mikið áhrifavald
Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar flokkur hans á ekkert sæti á þingi.