Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:25 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í eldhúsdagsumræðunum. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. „En það breytist ekkert nema að það sé alvöru þrýstingur á þingið utanfrá. Rétt eins og Costco er að þrýsta verðinu niður í öðrum búðum, sem utanaðkomandi aðili, þá er þrýstingur frá almenningi það sem þarf til að búa til réttlátara samfélag,“ sagði Birgitta í ræðu sinni. Hún ræddi sérstaklega samstöðu neytenda í kringum Costco og umbætur á heilbrigðiskerfinu. Þá varaði hún þó við því að samfélagið væri nú statt í hagsældarbólu. „Samstöðuna og samvinnuna er mjög mikilvæg að halda áfram að þroska og þróa sér í lagi vegna þess að það eru mörg teikn á lofti um að við séum á hættulegum stað í hagsældarbólu, bóla sem hafði mjög jákvæð áhrif rétt eftir hrun en neikvæð áhrif þennslunar eru farin að láta á sér kræla. Það er eðli bóluhagkerfis að það hjaðnar yfirleitt, en sko, bólur eru líka stundum graftarkýli og graftarkýli þarf stundum að stinga á og hreinsa vel og vandlega með sótthreinsandi efnum.” Birgitta kallaði einnig eftir því að kjósendur væru tilbúnir til endurreisnar ef samfélagið stefndi í annað hrun. „Mig langar svo að gera eitthvað magnað, með ykkur, vera tilbúin með kistu hugmynda og útfærslna að betra samfélagi ef allt hrynur saman aftur, eins og gerist oft á Íslandi.“ Þá lagði Birgitta áherslu á kerfisbreytingar sem Píratar boðuðu í adraganda kosninga. Hún ræddi einnig stefnumál Pírata, þar á meðal að efna loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og stöðva fjársvelti heilbrigðis og menntakerfis með því að „hætta að refsa veiku fólki.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. „En það breytist ekkert nema að það sé alvöru þrýstingur á þingið utanfrá. Rétt eins og Costco er að þrýsta verðinu niður í öðrum búðum, sem utanaðkomandi aðili, þá er þrýstingur frá almenningi það sem þarf til að búa til réttlátara samfélag,“ sagði Birgitta í ræðu sinni. Hún ræddi sérstaklega samstöðu neytenda í kringum Costco og umbætur á heilbrigðiskerfinu. Þá varaði hún þó við því að samfélagið væri nú statt í hagsældarbólu. „Samstöðuna og samvinnuna er mjög mikilvæg að halda áfram að þroska og þróa sér í lagi vegna þess að það eru mörg teikn á lofti um að við séum á hættulegum stað í hagsældarbólu, bóla sem hafði mjög jákvæð áhrif rétt eftir hrun en neikvæð áhrif þennslunar eru farin að láta á sér kræla. Það er eðli bóluhagkerfis að það hjaðnar yfirleitt, en sko, bólur eru líka stundum graftarkýli og graftarkýli þarf stundum að stinga á og hreinsa vel og vandlega með sótthreinsandi efnum.” Birgitta kallaði einnig eftir því að kjósendur væru tilbúnir til endurreisnar ef samfélagið stefndi í annað hrun. „Mig langar svo að gera eitthvað magnað, með ykkur, vera tilbúin með kistu hugmynda og útfærslna að betra samfélagi ef allt hrynur saman aftur, eins og gerist oft á Íslandi.“ Þá lagði Birgitta áherslu á kerfisbreytingar sem Píratar boðuðu í adraganda kosninga. Hún ræddi einnig stefnumál Pírata, þar á meðal að efna loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og stöðva fjársvelti heilbrigðis og menntakerfis með því að „hætta að refsa veiku fólki.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58