Erlent

Vísindamenn segja hækkun sjávar gerast þrefalt hraðar en 1990

Samúel Karl Ólason skrifar
Bráðnun heimskautaíss hefur hraðað hækkun sjávarborðsins.
Bráðnun heimskautaíss hefur hraðað hækkun sjávarborðsins. Vísir/GEtty
Forsvarsmenn nýrrar rannsóknar segja hækkun sjávar hafa aukið hraðan verulega á undanförnum árum. Allt í allt sé hækkunin nú um þrisvar sinnum hraðari en hún var árið 1990. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að árið 1990 hafi sjávarborðið hækkað um 1,1 millimetra á ári, en á árunum 1993 til 2012 var hækkunin 3,1 millimetri á ári.

Sönke Dangendorf, sem leiddi rannsóknina, segir í samtali við Washington Post að á síðustu öld hafi sjávarborðið hækkað vegna bráðnunar jökla og að rúmmál sjávar hafi aukist vegna hlýnunar. Nú sé hins vegar bráðnun heimskautaísa að bætast við.

Vísindamennirnir lentu í ákveðnum vandræðum við mælingarnar, en elstu marktæku gervihnattamyndirnar sem þeir fundu voru frá árinu 1990. Eldri gögn fengust með notkun hafstraumamæla sem komið var fyrir víða um heiminn.

Þá gerir sig og ris lands mælingar erfiðar á sumum stöðum auk annarra þátta. Þeir fundu þó leiðir fram hjá því með því að meðal annars samtvinna gervihnattamyndir og eldri mælingar.

Dangendorf segir að hækkun sjávarborðs muni velta á því hve vel gengur að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ljóst sé að hækkunin muni halda áfram en hægt sé að draga úr henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×