Lygileg ferðasaga: Voru 56 klukkutíma á ferðalagi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. maí 2017 08:30 Ferðalag keppnisliða Íslands í sundi og körfubolta á Smáþjóðaleikana í San Marinó breyttist í martröð á sunnudag. Keppendur komu ekki á áfangastað fyrr en í nótt og voru þá búin að vera 46 klukkutíma á ferðalagi. Það sem meira er þá á stór hluti af okkar keppnisfólki að hefja keppni í dag. Keppni í sundi hefst nú í morgunsárið og íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Kýpur síðdegis. Íslenski hópurinn kom á áfangastað klukkan 3 í nótt að staðartíma. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, segir að ferðasagan hafi verið það lygileg að hún hefði líklega aldrei þótt trúverðug skáldsaga.Tölvubilun örlagavaldur Vandræðin hófust þegar stórfelld bilun í tölvukerfi British Airways setti áætlanir íslenska hópsins í uppnám. Hópurinn flaug frá Íslandi á sunnudagsmorgun og átti að halda frá London til Bologna á Ítalíu en þaðan var stutt rútuferð til San Marínó.Sjá einnig: Íslenskt landsliðsfólk strandaglópar á Heathrow „En þegar allt fór úrskeðis hjá British Airways reyndist ekki hægt að fá neina aðstoð eða hjálp frá þeim. Hópurinn var fastur í London því allar samgöngur út úr borginni voru tepptar.“ Hópurinn komst þó á lokum upp á hótel seint á sunnudagskvöld. Hannes segir að hópurinn hafi farið seint að sofa og þurft að fara snemma á fætur. Rúta átti að keyra með hópinn til Dover, þaðan sem siglt var yfir til Frakklands.„En það var svo eitt á eftir öðru. Rútubílstjórinn veiktist þannig að brottför frá hótelinu á mánudagsmorgun seinkaði um tvo tíma. Svo voru ferðaplön sífellt að breytast - það gerðist til dæmis tvívegis bara á meðan hópurinn var að sigla yfir til Frakklands,“ sagði Hannes. Við komuna til Frakklands var ekið með rútu til Brussel. Þaðan flaug hópurinn til Milano og komst svo á áfangastað eftir fjögurra tíma rútuferð, klukkan þrjú í nótt sem fyrr segir.Beddar á lélegu hóteli Hannes Sigurbjörn lofar sérstaklega ferðaskrifstofuna VITA fyrir að hafa komið þessum stóra hóp alla leið að lokum. „Það var sérstaklega hún Soffía sem á miklar þakkir skildar. Sem og fararstjórarnir okkar og allt starfsfólk ÍSÍ. Allir stóðu sig frábærlega og gerðu allt sem þau gátu til að leysa þetta,“ sagði Hannes sem er þó ekki með í förinni til San Marínó. Hins vegar var ekki allt búið við komuna til San Marinó. Körfuboltahópurinn var settur á hótel sem Hannes segir ekki boðlegt. „Það voru beddar, eins og voru heima hjá ömmu í gamla daga, á hótelinu. Þetta þótti mér afar leiðinlegt sérstaklega fyrir okkar fólk sem hafði verið svo jákvætt og bjartsýnt alla ferðina. Nú er verið að vinna að því að koma hópnum á nýtt hótel.“Mótshaldarar verða að bregðast við Hann gagnrýnir að sérstklega sundfólkið hafi þurft að hefja keppni strax í dag. „Mótið er haldið í anda Ólympíuleikanna og auðvitað á að vera hægt að bregðast við svona löguðu. Ég geri mér samt grein fyrir því að það er erfitt en aðstæðurnar sem komu upp voru afar óvenjulegar,“ sagði hann. Hannes sagði að kvennalið Íslands í körfubolta hafi átt að spila við Lúxemborg í dag en að þeim leik hafi verið frestað til föstudags. „Lúxemborg tók vel í okkar beiðni og þess vegna var þetta hægt. Mótshaldarar tóku ekki vel í þetta. En þetta var svo bara keyrt í gegn, sem betur fer.“#KannskiFerdin Finnur Freyr Stefánsson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, sagði ferðasöguna á Twitter-síðu sinni og má lesa hana hér fyrir neðan. Dagur 2, 28 tímar: enn fastir i London. Plan: rúta/ferja/rúta til Parísar. (Vonandi) flug til Bologna/Florens. Rúta>SanMarino #AmazingRace— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Ferja fra Dover skilst mer. Spurt var i morgunmatnum hvort einhver væri sjóveikur. Tvær sundkonur réttu upp hönd. Litlu hlutirnir gleðja.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Dagurinn byrjaði annars með látum. Ræs 7 og rútan atti að fara kl 8. Engin rúta, amk 90 min seinkun. Tryggvi buinn að fara 3x i morgunmatinn— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Engin rúta ennþa, óvíst með pláss i ferjunni yfir Ermasundið. White cliffs of Dover heilla segja þeir. Paris i kvöld? San Marino a morgun?— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Máltíð 4 hja Tryggva. Já þetta er 2 lítra flaska... pic.twitter.com/664YK2PeLU— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Rútan mætt, 53 sæti þétt setin, sumir meira en önnur. 2 tímar í Dover. Vera Lynn á repeat. https://t.co/qlSVMGIw1x— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Fyrir þá sem ekki vita eru her körfubolta og sundlandsliðin að reyna að komast fra London til San Marino til að keppa a Smaþjoðleikunum.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Flugi British Airways fra London til Bologna sem atti að fara i gær kl 14:30 var aflýst. Ekkert grín að koma 60 manna hópi héðan fra London— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Brjótandi! Samningar hafa náðst a milli @kkikarfa og @eygloosk95 um að spila með liðinu i San Marino.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Tryggvi mun i staðinn spreyta sig í lauginni. Max 5 sundtök yfir segir Jacki landsliðsþjálfari sundsins. Íslandsmetin í hættu.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Status: pic.twitter.com/dr3oE2XHvr— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Að ferðast með ungum leikm: Shit við erum vitlausum megin" @Kiddicoolio að uppgötva vinstri umferð eftir 30 min akstur. Litlu hlutirnir.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Her gerast hlutirnir hratt. Brussel i stað Parisar. Vonandi. @BaldurRagnarsso svekktur. Borg ástarinnar verður að bíða. #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Sturluð staðreynd: í liðinu eru 3 örvhentir leikmenn sem er einmitt hámarkið skv FIBA reglum. Íslandsmet @rungis75 ? #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Tryggvi réttir ur ser #kannskiferðin #217problems pic.twitter.com/IDzWYCU3NQ— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Mætt. @BaldurRagnarsso og hvítu klettarnir. Fjallið að meta þetta. #kannskiferðin pic.twitter.com/U7cwPBBdT5— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Ívar Ásgríms vill koma þvi a framfæri að hann hafði ekki neitt með skipulag að gera. Værum komnir i brekkuna ef svo væri #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Það er ekki fra þvi að fólk se farið að þreytast, en engar ahyggjur. Hárið á @matosig er ALLTAF uppa 10. #whataman #hairbond #kannskiferdin pic.twitter.com/kR0ID4Okvo— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Annars erum við í vegabréfseftirliti hér í Dover. Vonumst til að komast a ferjuna sem fyrst. Sundstelpurnar tvær eru brattar. #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þar sem við erum á leiðinni í siglingu og ferðin hefur nú verið brösug hingað til... #kannskiferdin pic.twitter.com/O93JbwB0UV— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 England sigrað. Next up Frakkland. Hljómar kunnuglega...#kannskiferdin pic.twitter.com/lRF8SJDwPJ— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Frakkland. Calais. Kannski lest. kannski Paris. Ekki San Marino sést. #kannskiferdin pic.twitter.com/DJdI2FXkmW— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Sundstelpurnar rólegar, komnar með fast land undir fót. 2 tima rútuf til Brussels coming up. Frakkl engin fyrirstaða eða hvað #kannskiferdin pic.twitter.com/2wsz3NPO9R— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Aðan: rúta > Brus, flug > Milan, rúta > San M. Nuna: rúta eitthvert? flug > Pisa. Ruta > San M. #kannskiferdin að standa undir nafni— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Jaaaaa var það ekki! nýtt plan: rúta til Brus, flug til... ehm... eitthvert. rúta til SM. Oþarfi að flækja þetta e-ð #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 32 tímar fra brottför #kannskiferdin pic.twitter.com/XEfvWGKbj4— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þröngt mega sáttir sitja #kannskiferdin pic.twitter.com/rWEHYjKSu6— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 England ✅. Frakkland ✅. Belgía við erum mætt... #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Nokkrar ahugverðar timapælingar. Ca 36 tímar fra brottför. 22 tímar síðan við áttum að vera kominn til SM. 21 tímar i 1. leik #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Sextíu sundmenn og körfuliðSan Marino ei kvíðaNu senn á enda náum viðNema Ívar sem for að skíða.-höf óþekktur #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Leifsstöð, London, TottenhamLoksins England buið Ferjan Frakka landið namFlugið fjandi snúið— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þu veist að landliðið er ungt þegar liðið spilar og eru Úlfar, wizards, miðill, bóndi, veiðimaður í boði @Kiddicoolio #kannskiferdin pic.twitter.com/1Cbbdfogb3— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 En gríninu sleppt þá ert fyrsti leikur af fimm af á morgun gegn Kýpur. Níu leikmenn að spila sinn fyrsta A landsliðsleik. Menn spenntir.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 5 leikir a næstu 5 dögum þar sem leikir gegn San Marino, Andorra, Lux og Svartfjallal fylgja. Allir leikmenn fæddir 90 eða síðar #nextgen— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Mætt a flugvöllinn i Brussel og checkuð inn. 50 min i flug. Litill hluti hópsins a standby, undirritaður þar a meðal. Milan biður eða hvað— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Milano. Boom. 4 tímar i San Marino. Ekki jafnmikið boom. #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Nu skilja leiðir þo áfangastaðurinn se sa sami. Sundfólkið farið i ser rútu. Toppfólk í alla staði. Takk fyrir samveruna #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þetta er buin að vera lygileg ferð og gott að sja loksins fyrir endann a henni. Magnað jafnaðargeð í hópnum. 42 tímar liðnir og enn gleði pic.twitter.com/FxJfkDcVPD— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Ferðalokin færast nærFýluferð samt ekkiSýnir, sannar sögur þærSnillinga ég þekki#kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Áningarstaður Parma og Barilla fabrikka í bakgrunn. Greinilega styttist. Skinnsokkar tæmdir. Næsta stop San Maaarino. #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Komin fram ur Bologna. Fílingurinn: https://t.co/7wiwx8LHGy— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017 stórsigur i kosningunni:Balli bráðum missir hár Bringu hárin fjúkaSkafa síðan, hausinn smárSkallann gott að strjúka @BaldurRagnarsso— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017 Korter i viðbot keyrum viðkomin í land latínoStutt svo þið bráðum fáið friðSjaið! San Marino!— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017 Boom! Mætt!— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017 Aðrar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Ferðalag keppnisliða Íslands í sundi og körfubolta á Smáþjóðaleikana í San Marinó breyttist í martröð á sunnudag. Keppendur komu ekki á áfangastað fyrr en í nótt og voru þá búin að vera 46 klukkutíma á ferðalagi. Það sem meira er þá á stór hluti af okkar keppnisfólki að hefja keppni í dag. Keppni í sundi hefst nú í morgunsárið og íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Kýpur síðdegis. Íslenski hópurinn kom á áfangastað klukkan 3 í nótt að staðartíma. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, segir að ferðasagan hafi verið það lygileg að hún hefði líklega aldrei þótt trúverðug skáldsaga.Tölvubilun örlagavaldur Vandræðin hófust þegar stórfelld bilun í tölvukerfi British Airways setti áætlanir íslenska hópsins í uppnám. Hópurinn flaug frá Íslandi á sunnudagsmorgun og átti að halda frá London til Bologna á Ítalíu en þaðan var stutt rútuferð til San Marínó.Sjá einnig: Íslenskt landsliðsfólk strandaglópar á Heathrow „En þegar allt fór úrskeðis hjá British Airways reyndist ekki hægt að fá neina aðstoð eða hjálp frá þeim. Hópurinn var fastur í London því allar samgöngur út úr borginni voru tepptar.“ Hópurinn komst þó á lokum upp á hótel seint á sunnudagskvöld. Hannes segir að hópurinn hafi farið seint að sofa og þurft að fara snemma á fætur. Rúta átti að keyra með hópinn til Dover, þaðan sem siglt var yfir til Frakklands.„En það var svo eitt á eftir öðru. Rútubílstjórinn veiktist þannig að brottför frá hótelinu á mánudagsmorgun seinkaði um tvo tíma. Svo voru ferðaplön sífellt að breytast - það gerðist til dæmis tvívegis bara á meðan hópurinn var að sigla yfir til Frakklands,“ sagði Hannes. Við komuna til Frakklands var ekið með rútu til Brussel. Þaðan flaug hópurinn til Milano og komst svo á áfangastað eftir fjögurra tíma rútuferð, klukkan þrjú í nótt sem fyrr segir.Beddar á lélegu hóteli Hannes Sigurbjörn lofar sérstaklega ferðaskrifstofuna VITA fyrir að hafa komið þessum stóra hóp alla leið að lokum. „Það var sérstaklega hún Soffía sem á miklar þakkir skildar. Sem og fararstjórarnir okkar og allt starfsfólk ÍSÍ. Allir stóðu sig frábærlega og gerðu allt sem þau gátu til að leysa þetta,“ sagði Hannes sem er þó ekki með í förinni til San Marínó. Hins vegar var ekki allt búið við komuna til San Marinó. Körfuboltahópurinn var settur á hótel sem Hannes segir ekki boðlegt. „Það voru beddar, eins og voru heima hjá ömmu í gamla daga, á hótelinu. Þetta þótti mér afar leiðinlegt sérstaklega fyrir okkar fólk sem hafði verið svo jákvætt og bjartsýnt alla ferðina. Nú er verið að vinna að því að koma hópnum á nýtt hótel.“Mótshaldarar verða að bregðast við Hann gagnrýnir að sérstklega sundfólkið hafi þurft að hefja keppni strax í dag. „Mótið er haldið í anda Ólympíuleikanna og auðvitað á að vera hægt að bregðast við svona löguðu. Ég geri mér samt grein fyrir því að það er erfitt en aðstæðurnar sem komu upp voru afar óvenjulegar,“ sagði hann. Hannes sagði að kvennalið Íslands í körfubolta hafi átt að spila við Lúxemborg í dag en að þeim leik hafi verið frestað til föstudags. „Lúxemborg tók vel í okkar beiðni og þess vegna var þetta hægt. Mótshaldarar tóku ekki vel í þetta. En þetta var svo bara keyrt í gegn, sem betur fer.“#KannskiFerdin Finnur Freyr Stefánsson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, sagði ferðasöguna á Twitter-síðu sinni og má lesa hana hér fyrir neðan. Dagur 2, 28 tímar: enn fastir i London. Plan: rúta/ferja/rúta til Parísar. (Vonandi) flug til Bologna/Florens. Rúta>SanMarino #AmazingRace— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Ferja fra Dover skilst mer. Spurt var i morgunmatnum hvort einhver væri sjóveikur. Tvær sundkonur réttu upp hönd. Litlu hlutirnir gleðja.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Dagurinn byrjaði annars með látum. Ræs 7 og rútan atti að fara kl 8. Engin rúta, amk 90 min seinkun. Tryggvi buinn að fara 3x i morgunmatinn— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Engin rúta ennþa, óvíst með pláss i ferjunni yfir Ermasundið. White cliffs of Dover heilla segja þeir. Paris i kvöld? San Marino a morgun?— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Máltíð 4 hja Tryggva. Já þetta er 2 lítra flaska... pic.twitter.com/664YK2PeLU— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Rútan mætt, 53 sæti þétt setin, sumir meira en önnur. 2 tímar í Dover. Vera Lynn á repeat. https://t.co/qlSVMGIw1x— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Fyrir þá sem ekki vita eru her körfubolta og sundlandsliðin að reyna að komast fra London til San Marino til að keppa a Smaþjoðleikunum.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Flugi British Airways fra London til Bologna sem atti að fara i gær kl 14:30 var aflýst. Ekkert grín að koma 60 manna hópi héðan fra London— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Brjótandi! Samningar hafa náðst a milli @kkikarfa og @eygloosk95 um að spila með liðinu i San Marino.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Tryggvi mun i staðinn spreyta sig í lauginni. Max 5 sundtök yfir segir Jacki landsliðsþjálfari sundsins. Íslandsmetin í hættu.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Status: pic.twitter.com/dr3oE2XHvr— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Að ferðast með ungum leikm: Shit við erum vitlausum megin" @Kiddicoolio að uppgötva vinstri umferð eftir 30 min akstur. Litlu hlutirnir.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Her gerast hlutirnir hratt. Brussel i stað Parisar. Vonandi. @BaldurRagnarsso svekktur. Borg ástarinnar verður að bíða. #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Sturluð staðreynd: í liðinu eru 3 örvhentir leikmenn sem er einmitt hámarkið skv FIBA reglum. Íslandsmet @rungis75 ? #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Tryggvi réttir ur ser #kannskiferðin #217problems pic.twitter.com/IDzWYCU3NQ— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Mætt. @BaldurRagnarsso og hvítu klettarnir. Fjallið að meta þetta. #kannskiferðin pic.twitter.com/U7cwPBBdT5— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Ívar Ásgríms vill koma þvi a framfæri að hann hafði ekki neitt með skipulag að gera. Værum komnir i brekkuna ef svo væri #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Það er ekki fra þvi að fólk se farið að þreytast, en engar ahyggjur. Hárið á @matosig er ALLTAF uppa 10. #whataman #hairbond #kannskiferdin pic.twitter.com/kR0ID4Okvo— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Annars erum við í vegabréfseftirliti hér í Dover. Vonumst til að komast a ferjuna sem fyrst. Sundstelpurnar tvær eru brattar. #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þar sem við erum á leiðinni í siglingu og ferðin hefur nú verið brösug hingað til... #kannskiferdin pic.twitter.com/O93JbwB0UV— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 England sigrað. Next up Frakkland. Hljómar kunnuglega...#kannskiferdin pic.twitter.com/lRF8SJDwPJ— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Frakkland. Calais. Kannski lest. kannski Paris. Ekki San Marino sést. #kannskiferdin pic.twitter.com/DJdI2FXkmW— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Sundstelpurnar rólegar, komnar með fast land undir fót. 2 tima rútuf til Brussels coming up. Frakkl engin fyrirstaða eða hvað #kannskiferdin pic.twitter.com/2wsz3NPO9R— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Aðan: rúta > Brus, flug > Milan, rúta > San M. Nuna: rúta eitthvert? flug > Pisa. Ruta > San M. #kannskiferdin að standa undir nafni— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Jaaaaa var það ekki! nýtt plan: rúta til Brus, flug til... ehm... eitthvert. rúta til SM. Oþarfi að flækja þetta e-ð #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 32 tímar fra brottför #kannskiferdin pic.twitter.com/XEfvWGKbj4— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þröngt mega sáttir sitja #kannskiferdin pic.twitter.com/rWEHYjKSu6— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 England ✅. Frakkland ✅. Belgía við erum mætt... #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Nokkrar ahugverðar timapælingar. Ca 36 tímar fra brottför. 22 tímar síðan við áttum að vera kominn til SM. 21 tímar i 1. leik #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Sextíu sundmenn og körfuliðSan Marino ei kvíðaNu senn á enda náum viðNema Ívar sem for að skíða.-höf óþekktur #kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Leifsstöð, London, TottenhamLoksins England buið Ferjan Frakka landið namFlugið fjandi snúið— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þu veist að landliðið er ungt þegar liðið spilar og eru Úlfar, wizards, miðill, bóndi, veiðimaður í boði @Kiddicoolio #kannskiferdin pic.twitter.com/1Cbbdfogb3— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 En gríninu sleppt þá ert fyrsti leikur af fimm af á morgun gegn Kýpur. Níu leikmenn að spila sinn fyrsta A landsliðsleik. Menn spenntir.— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 5 leikir a næstu 5 dögum þar sem leikir gegn San Marino, Andorra, Lux og Svartfjallal fylgja. Allir leikmenn fæddir 90 eða síðar #nextgen— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Mætt a flugvöllinn i Brussel og checkuð inn. 50 min i flug. Litill hluti hópsins a standby, undirritaður þar a meðal. Milan biður eða hvað— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Milano. Boom. 4 tímar i San Marino. Ekki jafnmikið boom. #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Nu skilja leiðir þo áfangastaðurinn se sa sami. Sundfólkið farið i ser rútu. Toppfólk í alla staði. Takk fyrir samveruna #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Þetta er buin að vera lygileg ferð og gott að sja loksins fyrir endann a henni. Magnað jafnaðargeð í hópnum. 42 tímar liðnir og enn gleði pic.twitter.com/FxJfkDcVPD— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Ferðalokin færast nærFýluferð samt ekkiSýnir, sannar sögur þærSnillinga ég þekki#kannskiferdin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Áningarstaður Parma og Barilla fabrikka í bakgrunn. Greinilega styttist. Skinnsokkar tæmdir. Næsta stop San Maaarino. #kannskiferðin— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017 Komin fram ur Bologna. Fílingurinn: https://t.co/7wiwx8LHGy— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017 stórsigur i kosningunni:Balli bráðum missir hár Bringu hárin fjúkaSkafa síðan, hausinn smárSkallann gott að strjúka @BaldurRagnarsso— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017 Korter i viðbot keyrum viðkomin í land latínoStutt svo þið bráðum fáið friðSjaið! San Marino!— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017 Boom! Mætt!— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 30, 2017
Aðrar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira