Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2017 07:00 "Björt framtíð virðist svo vera orðin útibú frá Viðreisn,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni í gær. Hér sést formaður Viðreisnar gauka einhverju að formanni Bjartrar framtíðar á eldhúsdeginum í gær. vísir/stefán Þingmenn héldu eldhúsdaginn hátíðlegan í gærkvöldi. Venju samkvæmt baunuðu stjórnarandstæðingar á stjórnarþingmenn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reið á vaðið og líkti stjórnarmyndunarviðræðunum við kvöld á barnum þar sem stjórnarflokkarnir hefðu farið heim saman í eftirpartý. „Þegar partýið loksins hefst hefur þreytan náð yfirhöndinni, enginn man lengur væntingarnar frá fyrr í kvöld, […], sumir eru svolítið fúlir með að hafa lent í þessu partýi en ekki einhverju öðru. Og húsráðandinn er ekki einu sinni heima,“ sagði Katrín undir hlátrasköllum þingheims. Vísar hún þar til þess að Bjarni Benediktsson er um þessar mundir staddur í Björgvin á fundi norrænna forsætisráðherra. „Það er enn þá stjórnarkreppa á Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðisflokksins eru í kreppu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Katrínar, í sinni ræðu. Skömmu áður hafði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokks, sagt óhyggilegt að „hafa hestaskipti í miðri á, hvað þá að reyna það þegar enginn annar hestur er tiltækur“. Þingmönnum var tíðrætt um heilbrigðismálin, stöðu krónunnar, hvort stjórnin ætlaði sér frekari einkavæðingu í menntakerfinu og fjármálaáætlun stjórnarinnar. Þá gerði fjármálaráðherra starfshætti þingsins að umræðuefni. „Enn meira gagn væri að umræðum á Alþingi, ef þingmenn temdu sér þá vinnureglu að tala ekki nema þeir teldu sig eitthvað hafa til málanna að leggja, nýttu ekki alltaf þann tíma sem þeir hafa lengstan, heldur einbeittu sér að því að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt,“ sagði Benedikt. Koma Costco hefur verið talsvert milli tanna landans undanfarna daga og var hún einnig milli tannanna á þingmönnum. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, vék örsnöggt að því að Íslendingar hefðu verið að slá höfðatöluheimsmet í verslun við Costco en verslunin var fyrirferðarmeiri í ræðu Píratans Birgittu Jónsdóttur. „Það er stórmerkilegt að sjá þessa skyndilegu og auknu neytendavitund og meðvitundina um þann mátt samstöðu sem fólk er að fatta. Næsta bylgja samstöðu og hjálpsemi af þessu tagi gæti auðveldlega orðið um laun og launatengd réttindi, nú þegar margir samningar losna,“ sagði Birgitta. Í fyrsta sinn fluttu innflytjendur af fyrstu kynslóð ræður á eldhúsdegi. Pawel Bartozsek, Viðreisn, reið á vaðið en Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð, lokaði eldhúsdeginum með tilfinningaþrunginni ræðu. „Þegar ég flutti hingað fyrir 16 árum síðan starfaði ég eins og flestir innflytjendur sem ræstitæknir því það var ekkert annað í boði fyrir manneskju eins og mig sem talaði næstum enga íslensku. Ég einangraðist og mætti fordómum oft og víða. En mjög margt hefur breyst og nú stend ég hér, þökk sé íslenska menntakerfinu,“ sagði Nichole. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þingmenn héldu eldhúsdaginn hátíðlegan í gærkvöldi. Venju samkvæmt baunuðu stjórnarandstæðingar á stjórnarþingmenn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reið á vaðið og líkti stjórnarmyndunarviðræðunum við kvöld á barnum þar sem stjórnarflokkarnir hefðu farið heim saman í eftirpartý. „Þegar partýið loksins hefst hefur þreytan náð yfirhöndinni, enginn man lengur væntingarnar frá fyrr í kvöld, […], sumir eru svolítið fúlir með að hafa lent í þessu partýi en ekki einhverju öðru. Og húsráðandinn er ekki einu sinni heima,“ sagði Katrín undir hlátrasköllum þingheims. Vísar hún þar til þess að Bjarni Benediktsson er um þessar mundir staddur í Björgvin á fundi norrænna forsætisráðherra. „Það er enn þá stjórnarkreppa á Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðisflokksins eru í kreppu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Katrínar, í sinni ræðu. Skömmu áður hafði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokks, sagt óhyggilegt að „hafa hestaskipti í miðri á, hvað þá að reyna það þegar enginn annar hestur er tiltækur“. Þingmönnum var tíðrætt um heilbrigðismálin, stöðu krónunnar, hvort stjórnin ætlaði sér frekari einkavæðingu í menntakerfinu og fjármálaáætlun stjórnarinnar. Þá gerði fjármálaráðherra starfshætti þingsins að umræðuefni. „Enn meira gagn væri að umræðum á Alþingi, ef þingmenn temdu sér þá vinnureglu að tala ekki nema þeir teldu sig eitthvað hafa til málanna að leggja, nýttu ekki alltaf þann tíma sem þeir hafa lengstan, heldur einbeittu sér að því að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt,“ sagði Benedikt. Koma Costco hefur verið talsvert milli tanna landans undanfarna daga og var hún einnig milli tannanna á þingmönnum. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, vék örsnöggt að því að Íslendingar hefðu verið að slá höfðatöluheimsmet í verslun við Costco en verslunin var fyrirferðarmeiri í ræðu Píratans Birgittu Jónsdóttur. „Það er stórmerkilegt að sjá þessa skyndilegu og auknu neytendavitund og meðvitundina um þann mátt samstöðu sem fólk er að fatta. Næsta bylgja samstöðu og hjálpsemi af þessu tagi gæti auðveldlega orðið um laun og launatengd réttindi, nú þegar margir samningar losna,“ sagði Birgitta. Í fyrsta sinn fluttu innflytjendur af fyrstu kynslóð ræður á eldhúsdegi. Pawel Bartozsek, Viðreisn, reið á vaðið en Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð, lokaði eldhúsdeginum með tilfinningaþrunginni ræðu. „Þegar ég flutti hingað fyrir 16 árum síðan starfaði ég eins og flestir innflytjendur sem ræstitæknir því það var ekkert annað í boði fyrir manneskju eins og mig sem talaði næstum enga íslensku. Ég einangraðist og mætti fordómum oft og víða. En mjög margt hefur breyst og nú stend ég hér, þökk sé íslenska menntakerfinu,“ sagði Nichole.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58
Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16