Fékk varahlut úr Toyotu í misgripum fyrir tösku sem WOW air týndi tvisvar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2017 10:45 Taskan týndist á leið frá Íslandi til New York. Vísir/Ernir WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira