Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen á leið til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í liðinni viku. Þar gerði hún grein fyrir vali sínu. vísir/anton brink Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15