Rafael Nadal mætti Stan Wawrinka í úrslitaleik Opna Franska meistaramótsins í dag í París. Nadal vann sannfærandi sigur í dag 6-2 6-3 og 6-1 gegn þeim svissneska.
„Þetta er frábært, þetta er mjög, mjög sérstakt og tilfinningaþrungin stund fyrir mig.“ Sagði Nadal eftir sigurinn.
„Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu. Taugarnar, adrenalínið sem ég finn þegar ég spila á þessum velli er erfitt að lýsa. Þetta mót er mér mjög mikilvægt og að vinna hérna aftur er eitthvað sem ég get ekki lýst.“
Nadal er óumdeilanlega konungur leirsins í Tennis en hann á mikið þjálfara og einnig frænda sínum Toni að þakka en hann er að stíga til hliðar í sumar.
„Frá þriggja ára aldri höfum við unnið saman, ég hef unnið 10 titla hérna og án hans hefði það ekki verið hægt, svo takk fyrir allt saman.“
Nadal vann síðast Opna Franska meistaramótið árið 2014 en Wawrinka vann árið 2015 en Djokovic hirti titilinn í fyrra. Nadal var staðráðinn í að vinna mótið í ár.
Rafael Nadal hefur nú unnið 15 stórmeistara titla og tekur framúr hinum magnaða Pete Sampras sem vann 14 sinnum, Nadal þarf nú þrjá titla í viðbót til að jafna Roger Federer.
Rafael Nadal með sinn fimmtánda stórmeistaratitil
Jón Hjörtur Emilsson skrifar

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
