Akureyringar skipta um nýjan reiðveg öðru sinni á stuttum tíma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Glerbrot og naglar voru í nýjum reiðvegi á Akureyri. vísir/sveinn Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00